Hringdu í 644 0450
Lokað um helgar
Legalisering

Hvað er almenn þýðing og hvenær er þörf á henni?

Hvað er almenn þýðing?

Almenn þýðing er framkvæmd af þýðanda okkar sem hefur klárað meistaragráðu eða jafngilda menntun í sínu fagi, og hefur þar að auki mikla reynslu við þýðingar. Almenn þýðing er frábrugðin löggiltri skjalaþýðingu að því leyti að henni fylgir ekki stimpill og undirskrift löggilts þýðanda og hún hefur því ekkert lagalegt gildi. Almennar þýðingar eru þó alltaf í hæsta gæðaflokki, og þú getur treyst því að þýðendur okkar skila alltaf faglegu og áreiðanlegu verki sama hvert viðfangsefnið er.

Hvenær er þörf á almennri þýðingu?

Það má segja að almenn þýðing sé alltaf fyrsta skrefið í öllum þýðingarverkefnum - það er aðeins ef opinberir opinberir aðilar og stofnanir gera kröfu um annað að þörf er á löggiltri skjalaþýðingu. Ef þú þarft að láta þýða eitthvað er útgangspunkturinn því yfirleitt almenn þýðing.

Hvaða skjöl eru yfirleitt sett í almenna þýðingu?

Skýrslur, minnisblöð, markaðsherferðir, reglur og leiðbeiningar, bæklingar, skilmálar, próf og kannanir, fræðsluefni, kennsluefni, kynningar, tölvupóstsamskipti, spurningalistar, handrit, fræðitextar, sagnfræðileg gögn, auglýsingar, ferilskrár, kjarasamningar, o.s.frv. Almennar þýðingar geta átt við um stóra sem smáa texta og allskonar viðfangsefni. Þó svo að þitt skjal sé ekki nefnt á listanum fyrir ofan skaltu ekki hika við að hafa samband, og við gerum okkar besta til að aðstoða þig við þýðinguna.

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Verð

Til þess að geta gefið þér verðtilboð óskum við eftir því að þú sendir okkur skjalið í gegnum heimasíðu okkar. Þannig getum við lagt mat á textann og ráðfært okkur við þýðanda áður en við sendum þér endanlegt tilboð um verð og afhendingartíma. Lágmarksverð fyrir almenna þýðingu er 14.820,- kr. án virðisaukaskatts. Þó er hægt að semja um verðið ef textinn er örstuttur.

Trúnaður

Allir þýðendur eru bundnir trúnaðar- og þagnarskyldu, og það gildir algjör trúnaður um öll skjöl sem þú sendir okkur. Þú getur hlaðið skjölum upp í gegnum öruggan gagnaþjón á heimasíðunni okkar. Heimasíðan er dulkóðuð, og aðeins verkefnastjóri hefur aðgang að þeim skjölum sem hlaðið er upp. Þú getur því treyst því að skjölin þín eru örugg.

Þýðingar fyrir atvinnulífið

Skjalaþýðing þýðir margskonar texta fyrir viðskiptavini úr öllum greinum atvinnulífsins. Þýðendur okkar sérhæfa sig í fjölmörgum málaflokkum og þekking þeirra á greininni ræður oft úrslitum um það hvort þýðinginn nýtist að fullu. Þess vegna veljum við að vinna með fagfólki sem hefur tungumálið sem það þýðir yfir á að móðurmáli. Þú færð besta verðið, og sem mest fyrir verðið, og getur verið fullviss um að textinn sé nothæfur. Ef þú þarft að láta þýða texta skaltu endilega hafa samband við okkur hér í gegnum vefsíðuna, í síma 644 0450 eða með því að senda okkur póst á [email protected]. Við tökum málið þitt til skoðunar og sendum þér tilboð í verkið.

Faglegar þýðingar

Við bjóðum upp á faglegar þýðingar hvort sem þær eru almennar eða löggiltar. Munurinn á þessum tveimur valkostum er sá að stjórnvöld krefjast löggiltrar þýðingar til að tryggja rétta túlkun á innihaldi frumtextans, en almenn þýðing felur í sér faglega þýðingu á öllum tegundum texta frá næstum öllum greinum atvinnulífsins. Ef ekki þarf að nota þýðinguna á opinberum vettvangi dugar að öllum líkindum almenn þýðing.

Við bjóðum upp á löggiltar, tæknilegar og almennar þýðingar.

Við bjóðum upp á hagstæð verð

Við önnumst öll þín gögn í fullum trúnaði

Við póstsendum löggiltar þýðingar

Ferlið við löggilta þýðingu getur virst vera flókið svo hér að neðan er farið yfir það, skref fyrir skref.

Hver erum við?

Skjalaþýðing er þýðingastofa sem sérhæfir sig í löggiltum þýðingum, bæði fyrir einkaaðila og viðskiptavini úr atvinnulífinu. Skjalaþýðing á í samstarfi við marga þeirra löggiltu þýðenda sem hlotið hafa staðfestingu hjá sýslumanni, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.

Skjalaþýðing.is
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0450
Kennitala: 560123-1670