Hringdu í 644 0450
Legalisering

Þarftu aðstoð túlks? Hjá túlkaþjónustu Skjalaþýðing.is færðu túlkun á því tungumáli sem þörf er á.

Er tungumálið þitt á skrá hjá okkur?
Túlkaþjónusta Skjalaþýðing.is útvegar túlkun á mörgum mismunandi tungumálum. Ef þú hefur þörf fyrir túlkun á tungumáli sem við getum ekki útvegað látum við þig vita strax í fyrsta samtali. Túlkurinn þarf ekki einungis að kunna tungumálið sem þú talar heldur þarf hann að hafa faglega kunnáttu og orðaforða fyrir þínar þarfir.

Kostnaður við túlkun

Við túlkun þarf að hafa nokkra þætti í huga þegar verð er reiknað út. Verð fyrir túlkun fer eftir því hvort túlkunin fer fram á netinu, á staðnum eða í síma. Aðrir þættir sem hafa áhrif á verð eru hugsanlegur ferðatími túlks, lengd túlkunar og hvaða tungumál er um að ræða. Hafðu samband við okkur og fáðu verðtilboð — túlkur kostar oftast á milli 20.000 og 30.000 kr. á klukkustund, án virðisaukaskatts.

Hvers konar túlkun þarftu?

Áður en þú hefur samband við okkur skaltu íhuga hvers konar túlkun hentar best; að fá túlk á staðinn eða fá samband við hann í síma eða myndspjalli, hafirðu útbúnað til þess. Verðið getur farið eftir því hvers konar túlkun er notuð. Ef um sjaldgæfari tungumál er að ræða getur hæfur túlkur verið staddur langt í burtu og myndspjall eða símatúlkun er þá eina lausnin. Í flestum túlkunarverkefnum á vegum Skjalaþýðing.is mætir túlkurinn á staðinn.

Þegar túlkun fer fram á staðnum
Þegar túlkurinn kemur á staðinn og túlkar í eigin persónu milli aðila kallast það samfélagstúlkun. Við pöntun á samfélagstúlkun verður þú að gefa upp staðsetningu og við hvers konar aðstæður túlkunin fer fram. Samfélagstúlkun nýtist í persónulegum málum og á sviði viðskipta en einnig hjá opinberum þjónustuaðilum, t.d. ef leita þarf laga- eða læknisaðstoðar.

Viltu túlkun á netinu? Þá er myndspjall möguleiki
Það er auðvelt að fá aðgang að túlki í gegnum myndspjall. Þegar kemur að túlkuninni fer hún fram á verkvangi sem þú tilgreinir og túlkurinn verður einn af þátttakendum spjallsins. Vinsamlegast athugið að þegar túlkað er í myndspjalli þarf að gefa tíma til túlkunar eftir að hver þátttakandi hefur sagt nokkrar setningar. Margir viðskiptavina okkar velja túlkun í gegnum myndspjall ef ferðatími á staðinn er of langur fyrir túlkinn. Túlkun í gegnum myndspjall er oft notuð fyrir mál sem eru sjaldgæf á staðnum, t.d. asísk eða afrísk mál.

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Bókaðu símatúlk
Hægt er að bóka símatúlkun með stuttum fyrirvara, sem hefur reynst afar vinsæl lausn. Þá er símatúlkun æskilegur kostur ef túlkunin er stutt, þ.e. ef hún tekur ekki meira en hálftíma.

Hver er munurinn á lotutúlkun, samtímatúlkun og hvíslaðri túlkun?
Lotutúlkun er samantekt, ekki alltaf orðrétt, á því sem mælandi segir, vanalega eftir að hann hefur sagt nokkrar setningar. Samtímatúlkun, einnig kölluð fundatúlkun, er samfelld endursögn af orðum mælanda yfir á tungumál hlustanda svo hann skilji það sem fram fer. Við hvísltúlkun hvíslar túlkurinn þýðingu að hlustanda.

Lotutúlkun (oftast notuð)
Lotutúlkun er algengasti túlkunarmátinn. Túlkurinn hlustar á það sem sagt er og endursegir aðalatriði á nákvæman hátt svo hlustandi skilji. Þetta túlkunarform krefst þess að hlé sé gert á tali til þess að túlkur geti endursagt það sem fram kom.

Samtímatúlkun
Á ráðstefnum er vanalega notuð samtímatúlkun. Samtímatúlkun fer fram samhliða því að fundarþátttakandi talar og við þær aðstæður er oft þörf á túlkunarútbúnaði og túlkunarkerfum. Túlkar sem sérhæfa sig í samtímatúlkun þurfa að hafa góða einbeitingu og flestir hafa sérhæfða þjálfun í faginu. Túlkur þýðir yfir á sitt móðurmál og túlkar að hámarki í 15 mínútur í senn. Fari túlkunartími yfir 30 mínútur þarf annar túlkur að taka við. Ef túlkunin tekur heilan dag þurfa fleiri túlkar að taka þátt í verkefninu. Sá útbúnaður sem oftast er notaður eru heyrnartól með hljóðnema fyrir túlkinn, heyrnartól fyrir hlustendur — og hugsanlega túlkaklefi eða lokað herbergi.

Hvísltúlkun
Eins og heitið gefur til kynna, hvíslar túlkurinn þýðingunni í eyra hlustanda sem þarf á túlkun að halda. Hvístúlkun hentar vel við fjölmennar aðstæður þar sem einungis er þörf á túlkun fyrir einn einstakling.

Gjaldskrá fyrir undirbúning
Oftast er ekki þörf á sérstökum undirbúningi fyrir túlkunarverkefni. Þó getur verið nauðsynlegt, og telst þá til undirbúnings, að túlkurinn mæti á staðinn 15 mínútum fyrir upphafstíma til þess að kynna sér húsnæði/salarkynni. Gjald verður innheimt fyrir undirbúningstíma og kemur það fram í verðtilboði. Ef um er að ræða túlkun á flóknu umræðuefni sem krefst sérfræðiþekkingar þarf túlkurinn að undirbúa sig. Gjald fyrir undirbúning er að jafnaði helmingur af túlkunargjaldi.

Mikilvægar upplýsingar um ferðir
Þegar túlkur er fenginn á staðinn bætist ferðatími við túlkunartímann. Ferðagjald er reiknað fyrir að hámarki 30 mínútur og er helmingur af því tímagjaldi sem annars er greitt fyrir túlkunina.

Mikilvæg atriði við afbókun túlks
Ef bókuð túlkun er afbókuð, innheimtum við 50% af uppgefnu verði fyrir túlkunarverkefnið. Ef afbókun er gerð með góðum fyrirvara (meira en 7 daga fyrirvara) er ekkert gjald innheimt.

Túlkun á kvöldin og um helgar
Fyrir túlkun sem hefst fyrir kl. 8:00 greiðist hærri taxti samkvæmt gjaldskrá þar til klukkan slær 8:00. Fyrir túlkun sem heldur áfram þegar klukkan slær 17:00 greiðist hærri taxti samkvæmt gjaldskrá eftir kl. 17:00.
Fyrir túlkun um helgar (frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 8:00 á mánudegi) greiðist einnig hærri taxti samkvæmt gjaldskrá.

Túlkun með skömmum fyrirvara
Þegar þörf er á þjónustu túlks innan 3 daga telst það til flýtiþjónustu. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að túlkunin geti farið fram. Við þessar aðstæður er innheimt 50% viðbótargjald, sem gefið er upp í verðtilboði.

Við bjóðum upp á löggiltar, tæknilegar og almennar þýðingar.

Við bjóðum upp á hagstæð verð

Við bjóðum upp á hagstæð verð

Við önnumst öll þín gögn í fullum trúnaði

Við önnumst öll þín gögn í fullum trúnaði

Við póstsendum löggiltar þýðingar

Við póstsendum löggiltar þýðingar

Ferlið við löggilta þýðingu getur virst vera flókið svo hér að neðan er farið yfir það, skref fyrir skref.


              Ferlið við
löggilta þýðingu getur virst vera flókið svo hér að neðan er farið yfir það,
skref fyrir skref.

Hver erum við?

Skjalaþýðing er þýðingastofa sem sérhæfir sig í löggiltum þýðingum, bæði fyrir einkaaðila og viðskiptavini úr atvinnulífinu. Skjalaþýðing á í samstarfi við marga þeirra löggiltu þýðenda sem hlotið hafa staðfestingu hjá sýslumanni, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.

Skjalaþýðing er þýðingastofa sem sérhæfir sig í löggiltum þýðingum, bæði fyrir einkaaðila og viðskiptavini úr atvinnulífinu.
Skjalaþýðing á í samstarfi við marga þeirra löggiltu þýðenda sem hlotið hafa staðfestingu hjá s...
Skjalaþýðing.is (Diction Ísland ehf.)
Stórhöfði 21
110 Reykjavík
Ísland
644 0450
Kennitala: 560123-1670