Hringdu í 644 0450
Opið til kl. 17.00
Legalisering

Algengar spurningar (Spurt og svarað)

Þarf skjal mitt að vera löggilt?

Í flestum löndum krefjast yfirvöld og opinberar stofnanir þess að opinber skjöl og vottorð séu þýdd af löggiltum skjalaþýðanda. Ef þú ert í vafa um hvaða kröfur eru gerðar um þitt skjal, mælum við með því að fyrst sé haft samband við móttakanda sendingarinnar.

Hér eru nokkur dæmi um skjöl sem algengt er að þurfi löggilta þýðingu: hjúskaparvottorð, vitnisburðir, dánarvottorð, útskriftarnótur lækna, umboð, ættleiðingargögn, lögregluvottorð, ökuskírteini o.s.frv.

Hvað er löggilt þýðing?

Löggilt þýðing er framkvæmd af löggiltum skjalaþýðanda sem fengið hefur löggildingarréttindi frá sýslumanni. Löggilt skjalaþýðing er stimpluð og undirrituð af þýðanda sem þar með staðfestir að þýðingin er endanleg og jafngild frumtexta. 

Hvernig fæ ég tilboð?

Þú færð tilboð, þér að kostnaðarlausu, með því að senda skjalið í gegnum formið á síðunni. Eftir að við höfum skoðað skjalið með þýðanda okkar, höfum við samband með tilboð um verð og afhendingartíma. 

Hversu langan tíma tekur að fá tilboð?

Það getur tekið allt að þremur virkum dögum að fá tilboð. Venjulega ættir þú að fá tilboð innan tveggja daga, en í vissum tilvikum gæti það tekið aðeins lengri tíma.

Ástæðan fyrir þessu er að aðeins fáir löggiltir skjalaþýðendur eru starfandi á mismunandi tungumálasviðum, og að öllu jöfnu hafa þeir mörgum verkefnum að sinna. Þegar unnið er að tilboðsgerð er það gert í samstarfi við þýðanda til að ákveða verðið með hliðsjón af hvers konar skjal er um að ræða. Þess vegna gæti tekið lengri tíma en venjulega að gera tilboð þegar annir eru miklar. Við þökkum fyrir skilning á þessu. 

Hversu langan tíma tekur þýðingin?

Við þurfum fyrst að sjá skjalið sem á að þýða til að geta svarað þessari spurningu.

Til að geta orðið löggiltur skjalaþýðandi þarf þýðandinn að standast sérstakt próf og það er ein ástæða þess að tiltölulega fáir löggiltir skjalaþýðendur eru starfandi á Íslandi. Þetta hefur í för með sér að jafnvel þó skjalið sem þú þarft að fá þýtt sé aðeins nokkrar setningar, gæti verkefnið lent í röð fleiri verkefna sem þýðandinn þarf að ljúka áður en kemur að þínu verkefni. 

​Hvað þýðir það að skjal mitt þurfi löggildingu hjá utanríkisráðuneytinu?

Löggilding hjá utanríkisráðuneytinu felur í sér að ráðuneytið staðfesti að undirritun eða stimpill á íslensku skjali sé gildur. Utanríkisráðuneytið staðfestir ekki að innihald skjalsins sé rétt.

Hvað kostar þýðingin?

Við biðjum þig fyrst um að senda okkur skjalið sem á að þýða gegnum heimasíðu okkar til skoðunar. Við ráðfærum okkur fyrst við þýðanda okkar áður en við gefum upp verð fyrir þýðingu á viðkomandi skjali. 

Lágmarksverð fyrir almenna þýðingu er 14.820,- kr. án virðisaukaskatts. Lágmarksverð fyrir löggilta skjalaþýðingu er 29.990 kr,- án vsk. Þó er hægt að semja um verðið ef textinn er örstuttur.

Hvað felst í því að þurfa að fá apostille stimplun á skjal?

Í sumum tilvikum þarf löggilt þýðing að hafa fengið staðfestingu hjá utanríkisráðuneytinu, eða fengið apostille stimplun. Þetta á þó aðeins við um skjöl sem stimpluð hafa verið af íslensku stjórnvaldi og hafa verið lögbókandavottuð (notarius publicus) hjá sýslumanni. Við mælum með því að þú spyrjir þá stofnun sem er viðtakandi skjala þinna nákvæmlega um hvaða kröfur eru gerðar um þýðinguna.

Skjöl sem eru ætluð til notkunar á Norðurlöndunum þurfa EKKI apostille stimplun.

Hvað þýðir það að skjalið mitt þurfi vottun frá lögbókanda (notarius publicus)?

Ef lögbókandi þarf að votta skjal þitt hefur þú líklega fengið tilkynningu um það fyrir fram hjá væntanlegum viðtakanda skjalsins. Ef þú er í vafa, mælum við með því að þú hafir samband við móttakanda skjalsins.

Tilgangurinn með vottun hjá lögbókanda (í samanburði við apostille stimplun) er að staðfesta undirritun þýðandans og staðfesta að hún sé ósvikin.

Skjal mitt þarf apostille stimplun – getið þið aðstoðað mig við það?

Í uppgefnu verði fyrir þýðingu er ekki innifalin apostille stimplun. Þú þarft því sjálf/ur að fara með þýðinguna og fá hana vottaða hjá lögbókanda og síðan apostille stimplun hjá utanríkisráðuneytinu.

Skjalaþýðing.is
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0450
Kennitala: 560123-1670