Skjalaþýðing býður upp á löggiltar þýðingar. Lesið meira um okkur hér!
Skjalaþýðing er skipað fámennu teymi ráðgjafa sem eru tilbúnir að aðstoða við skjal þitt. Þú getur haft samband við okkur í síma, á netspjalli eða með tölvupósti, og við erum reiðubúin að svara öllum spurningum þínum sem varða þýðingarferlið.
Hverjir eru þýðendurnir?
Skjalaþýðing.is á í samstarfi við marga þeirra löggiltu þýðenda sem hlotið hafa staðfestingu hjá sýslumanni, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Í samstarfi við þessa þýðendur aðstoðum við þig við að fá löggilta þýðingu á skjöl þín. Við höfum margra ára reynslu af þýðingum á öllum tegundum opinberra skjala og netsamstarf okkar nær til þýðinga á mörg mismunandi tungumál.
Hver erum við?
Skjalaþýðing.is var stofnuð 2023 sem afleiðing af mikilli eftirspurn eftir löggiltum þýðingum. Skjalaþýðing er hluti af Diction, þýðingastofu sem sér um þýðingar fyrir alla Skandinavíu og hefur verið starfrækt frá 2010. Samsteypan er með skrifstofur í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Þýðendur með reynslu úr atvinnulífinu
Til að fá rétta þýðingu með réttri hugtakanotkun mælum við með því að þú leitir til þýðenda með sérþekkingu í viðkomandi geira atvinnulífsins. Skjalaþýðing, og móðurfélag okkar Diction, er með stórt tengslanet þýðenda með þekkingu á mörgum mismunandi sviðum. Við aðstoðum þig fúslega við þýðingu á texta innan þinnar sérgreinar.
Þýðingar fyrir fyrirtæki og einstaklinga
Við erum sérfræðingar í löggiltum textum og aðstoðum bæði fyrirtæki og einstaklinga sem þurfa þýðingar á opinberum skjölum eins og einkunnum, skírnarvottorðum, hjúskaparvottorðum, prófskírteinum, sakaskrám og öðrum álíka skjölum. Hverjar svo sem þarfir þínar eru varðandi þýðingu getur þú alltaf haft samband við okkur. Ef þú hefur þörf á þýðingu sem er utan okkar sérsviðs, vísum við þér til samstarfsaðila okkar sem geta aðstoðað.
Hafið samband í dag gegnum tölvupóst, síma eða netspjall
Hafðu samband við okkur í dag í gegnum síma, tölvupóst eða netspjall. Starfsmenn okkar eru alltaf reiðubúnir að svara spurningum þínum. Ath: Við fáum margar óskir um verðtilboð í gegnum síma, en því miður getum við ekki tilgreint verð án þess að sjá fyrst skjalið. Við mælum því með því að þú hlaðir upp skjalinu í gegnum heimasíðu okkar til að fá aðstoð eins fljótt og kostur er. Við getum aðeins tilgreint verð eftir að hafa skoðað skjalið með þýðanda. Athugið að ekki er hægt að eiga fundi á staðnum og allar fyrirspurnir fara fram rafrænt. Þjónusta okkar fer öll fram í gegnum síma, netspjall og tölvupóst á virkum dögum frá kl. 8.00 til 17.00.









