Hringdu í 644 0450
Opið til kl. 17.00
Legalisering

Hvað er löggilt skjalaþýðing? Við útskýrum ferlið fyrir þér

Hvað er löggilt skjalaþýðing?

Löggilt skjalaþýðing er framkvæmd af þýðanda sem sýslumaður hefur veitt löggildingu sem þýðandi og þar með hefur sá rétt á að stimpla og staðfesta með undirskrift sinni að þýðingin sé rétt og jafngildi frumtexta.

Hvenær er þörf á löggiltri skjalaþýðingu?

Í flestum löndum krefjast opinberir aðilar og stofnanir að opinber skjöl og vottorð skuli vera þýdd af löggiltum þýðanda. Ef þú ert í vafa um hverjar kröfurnar eru um þín skjöl, ráðleggjum við þér að hafa samband við móttakanda þýðingarinnar.

Skjöl sem venjulega þurfa löggilta þýðingu:

Skráningarvottorð, samþykktir, umboð, samningar, skattagögn, erfðaskjöl, eignaréttaryfirlýsingar, læknisvottorð, dánarvottorð, málsskjöl, ættleiðingarskjöl, hjúskaparvottorð, skilnaðarvottorð, einkunnir, prófskírteini, atvinnuvottorð, námskeiðsvottorð, fæðingarvottorð, útdráttur úr sakaskrá o.s.frv. Þó svo að þitt skjal sé ekki að finna á listanum getum við að öllum líkindum samt aðstoðað þig.  

Verð

Við óskum eftir að þú sendir okkur fyrst skjalið sem á að þýða í gegnum heimasíðu okkar til skoðunar. Þá ráðfærum við okkur við löggiltan skjalaþýðanda og sendum þér tilboð með verði og afhendingartíma. Lágmarksverð er 29.990 kr. án virðisaukaskatts. Ef um er að ræða fáar setningar þá getum við í flestum tilfellum lækkað lágmarksverðið.

Við önnumst öll þín gögn í fullum trúnaði

Farið er með öll skjöl í fullum trúnaði. Þegar þú hleður upp skjali gegnum heimasíðu okkar gerist það með öruggum hætti þar sem heimasíða okkar er dulkóðuð. Allir þýðendur sem vinna með okkur hafa einnig undirgengist stranga þagnarskyldu.

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Viðskiptaþýðingar

Skjalaþýðing.is annast þýðingar á mörgum mismunandi tegundum texta fyrir viðskiptavini úr viðskiptalífinu. Við þjónustum viðskiptavini í flestum greinum atvinnulífsins og úthlutum verkefnum til þýðenda með þekkingu á viðkomandi greinum. Þegar við tökum að okkur viðskiptaþýðingar ræður þekking á atvinnulífinu úrslitum um hvort þýðingin nýtist að fullu. Við höfum þess vegna innan okkar raða sérfræðinga um allan heim og sjáum til þess að þú fáir besta verðið, þannig að þú fáir sem mest fyrir það verð sem þú greiðir. Allar viðskiptaþýðingar sem við önnumst eru gerðar af móðurmálsþýðendum og þegar þýðingunni er lokið er hún prófarkalesin. Þannig fara tveir mismunandi einstaklingar yfir textann áður en þú færð hana í hendur. Ef þú hefur texta sem þú vilt láta þýða, mælum við með því að þú hafir samband við okkur í gegnum samskiptaformið sem hægt er að finna hér efst á síðunni. Við svörum þér þá með tilboði í þýðingu á skjölum þínum.

Faglegar atvinnutengdar þýðingar

Það getur reynst erfitt að gera greinarmun á löggiltum– og venjulegum faglegum þýðingum. Stjórnvöld krefjast löggiltrar þýðingar til að tryggja rétta túlkun á innihaldi frumtextans. Venjuleg fagleg þýðing felur í sér þýðingu á öllum tegundum texta frá næstum öllum greinum atvinnulífsins. Ef þú þarft til dæmis á að halda þýðingu á tæknilegri-, lögfræðilegri- eða læknisfræðilegri þýðingu sem ekki þarf að nota á opinberum vettvangi, getum við einnig aðstoðað þig. 

Við bjóðum upp á löggiltar, tæknilegar og almennar þýðingar.

Við bjóðum upp á hagstæð verð

Við önnumst öll þín gögn í fullum trúnaði

Við póstsendum löggiltar þýðingar

Ferlið við löggilta þýðingu getur virst vera flókið svo hér að neðan er farið yfir það, skref fyrir skref.

Hver erum við?

Skjalaþýðing er þýðingastofa sem sérhæfir sig í löggiltum þýðingum, bæði fyrir einkaaðila og viðskiptavini úr atvinnulífinu. Skjalaþýðing á í samstarfi við marga þeirra löggiltu þýðenda sem hlotið hafa staðfestingu hjá sýslumanni, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.

Skjalaþýðing.is
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0450
Kennitala: 560123-1670