Prófarkalestur frá okkur tryggir að textinn þinn verði villulaus og áhrifaríkur
Prófarkalestur
Ásamt því að bjóða upp á almennar og löggiltar þýðingar býður Skjalaþýðing einnig upp á prófarkalestursþjónustu. Betur sjá augu en auga, og prófarkalestur frá Skjalaþýðingu tryggir að textinn þinn verði villulaus, fágaður og áhrifaríkur. Prófarkalesarar okkar geta aðstoðað þig við að lesa yfir og leiðrétta þann texta sem þig vantar aðstoð með á fjölmörgum tungumálum. Sá prófarkalesari sem fær þinn texta til yfirlesturs hefur tungumálið sem textinn er á að móðurmáli.
Tungumál
Skjalaþýðing býr að stóru tengslaneti prófarkalesara út um allan heim. Við prófarkalesum texta á flestum tungumálum, þó svo að við sérhæfum okkur vissulega í Norðurlandamálunum, pólsku, spænsku, frönsku og þýsku. Vegna mikillar eftirspurnar eftir þessum tungumálum á Íslandi höfum við valið að sérhæfa okkur í þessum tungumálum, en við eigum þó í samstarfi við fjölmarga prófarkalesara og því aldrei að vita nema við bjóðum upp á prófarkalestur á því tungumáli sem þig vantar. Hafðu samband við okkur og við gerum okkar besta til að finna lausn á þínu máli.
Tegundir prófarkalesturs
Skjalaþýðing býður upp á tvær tegundir prófarkalesturs: grunnprófarkalestur og endurritun. Grunnprófarkalestur á við um yfirlestur og lagfæringar á málfarsvillum, stafsetningarvillum og notkun greinarmerkja. Endurritun felur í sér ítarlegri vinnu, en til viðbótar við það sem er gert í grunnprófarkalestri er einnig farið yfir setningargerð, orðanotkun og málnotkun með markhóp textans í huga. Við mælum með endurritun þegar textinn er óvandaður eða skrifaður af óreyndum textahöfundi. Einnig mælum við með endurritun þegar það þarf að sérsníða textann að sérstökum markhópi lesenda.
Verð
Skjalaþýðing leggur áherslu á fasta, einfalda og gagnsæja verðskrá. Við miðum gjald við orðafjölda, og tökum sama verð hvort sem um ræðir látlaust ástarbréf eða sérhæfða doktorsritgerð. Það er okkar markmið að veita alltaf góða þjónustu óháð því hver viðskiptavinurinn er. Í grunnverði fyrir prófarkalestur er innifalin leiðrétting á stafsetningar-, innsláttar- og málfræðivillum, rangri notkun greinarmerkja og röngum bilum á milli stafa.
Fyrir grunnprófarkalestur er verð á orð 10,- kr. fyrir texta sem er á íslensku og ensku. Fyrir önnur tungumál er verð 14,- kr. á orð. Samið er um verð fyrir endurritun eftir tilvikum, þar sem það fer eftir tegund texta og tilgangi endurritunar.
Hvaða texta prófarkalesum við?
Hjá Skjalaþýðingu prófarkalesum við flestalla texta. Við höfum t.d. reynslu af: skilmálum, samþykktum, starfsreglum, samningum, akademískum textum, gögnum um réttindi og skyldur aðila, skýrslum, vefköku- og persónuverndarstefnum og fleiru. Prófarkalesarar okkar eru sérfræðingar á sínu sviði og ráða við sérhæfða texta. Þannig getum við tryggt að textinn þinn sé villulaus og nái til þíns markhóps.
Breytingar
Þegar við höfum lokið við prófarkalesturinn færð þú sendar tvær útgáfur af textanum. Ein útgáfan inniheldur athugasemdir og tillögur að breytingum sem þú getur valið og hafnað að eigin vali, og í hinni útgáfunni er nú þegar búið að setja inn breytingarnar og textinn tilbúinn til notkunar. Á þennan máta tryggjum við gagnsæi og að þú fáir að taka virkan þátt í ákvörðunum um textann þinn.
Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð
Hvað er leiðrétt í prófarkalestri?
Þær breytingar sem við gerum á textanum fara eftir því hvaða þjónustu þú hefur óskað eftir. Ef þú baðst aðeins um grunnprófarkalestur, þá förum við yfir og leiðréttum málfarsvillur, stafsetningarvillur, notkun greinarmerkja og aðrar almennar villur. Ef þú baðst um endurritun köfum við dýpra og förum yfir setningagerð, orðanotkun og fleira. Ef okkur finnst þörf vera á því að umorða eða breyta textanum til þess að gera textann skýrari þá gerum við það. Við viljum tryggja að boðskapur textans komist til skila og veljum því að eyða aðeins meiri tíma í prófarkalestur og breytingartillögur svo að þú fáir sem bestan texta í hendurnar.
Afhendingartími
Hjá Skjalaþýðingu er afhendingartími sveigjanlegur. Afhendingartími fer að sjálfsögðu eftir stærð og flækjustigi textans, en almennt á afhending sér stað innan 5 virkra daga, hvort sem um ræðir stóran eða lítinn texta. Ef textinn er lengri en 50 bls. þurfum við yfirleitt lengri frest til afhendingar, og ræðum það þá við þig áður en við hefjumst handa. Stundum þurfa viðskiptavinir á prófarkalestri að halda með litlum fyrirvara og þá bjóðum við upp á forgangsþjónustu gegn sanngjörnu verði. Þá eru önnur verkefni látin mæta afgangi og prófarkalesarinn þinn setur þinn texta í forgang. Hafðu samband við okkur ef þú þarft á forgangsþjónustu að halda og við getum rætt saman um verkefnið þitt.
Gæði
Ef þú vilt vera viss um að textinn þinn sé vandaður og villulaus er prófarkalestur rétta lausnin. Skjalaþýðing leggur mikla áherslu á gæði textans og við viljum bara bjóða viðskiptavinum okkar upp á það besta. Við skilum textanum ekki til þín fyrr en við erum viss um að hann hafi verið lesinn vandlega yfir og leiðréttur þannig að hann sé tilbúinn til notkunar. Við erum stolt af því að bjóða upp á bestu lausnina fyrir þig og leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með textann sem þeir fá í hendurnar.
Trúnaður
Eðli málsins samkvæmt hefur sá texti sem sendur er til prófarkalesturs yfirleitt ekki verið birtur opinberlega. Viðskiptavinum okkar þykir mikilvægt að farið sé með textann í trúnaði og við höfum því gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að textinn sé bara aðgengilegur verkefnastjóra og prófarkalesaranum sem valinn er í verkefnið, og að trúnaði sé viðhaldið. Þetta á við hvort sem um er að ræða prófarkalestur eða þýðingar. Allir prófarkalesarar eru bundnir trúnaðar- og þagnarskyldu og þú getur því treyst á að textinn þinn sé í öruggum höndum.
Aðlögun að markhópi og tilgangi
Þegar beðið er um endurritun förum við yfir textann með það í huga hvaða markhóps textinn á að ná til. Ef þörf er á umorðum við textann í samræmi við málfar og væntingar þess hóps. Við pössum einnig upp á að endurtekningar séu takmarkaðar, og reynum að búa þannig um hnútana að textinn sé fjölbreytilegur og ánægjulegur í lestri. Allt þetta er gert með það að markmiði að boðskapur textans nái til lesandans. Í þeim tilvikum sem textinn er óvandaður eða þörf er á að taka hann ítarlega í gegn er það að sjálfsögðu gert, en þá getur verið að verðið hækki að einhverju leyti í samræmi við aukið verksumfang.
Hafðu samband
Hafðu samband við okkur í síma 644 0450, í gegnum netspjall hér á síðunni eða sendu okkur tölvupóst á [email protected].
Við bjóðum upp á löggiltar, tæknilegar og almennar þýðingar.
Við bjóðum upp á hagstæð verð
Við önnumst öll þín gögn í fullum trúnaði
Við póstsendum löggiltar þýðingar
Ferlið við löggilta þýðingu getur virst vera flókið svo hér að neðan er farið yfir það, skref fyrir skref.
Hver erum við?
Skjalaþýðing er þýðingastofa sem sérhæfir sig í löggiltum þýðingum, bæði fyrir einkaaðila og viðskiptavini úr atvinnulífinu. Skjalaþýðing á í samstarfi við marga þeirra löggiltu þýðenda sem hlotið hafa staðfestingu hjá sýslumanni, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.