Hringdu í 644 0450
Lokað um helgar
Legalisering

Textahöfundar á vegum Skjalaþýðingar eru menntaðir og margreyndir

Textagerð

Hjá Skjalaþýðingu getur þú fengið aðstoð við að skrifa texta fyrir ýmis tilefni. Þú segir til um hvaða boðskap þú vilt koma til skila, og textasmiðirnir okkar breyta þinni hugmynd í vandaðan og grípandi texta. Ef þú ert að leita eftir hæfileikaríkum textahöfundum sem þú getur treyst á, þá er Skjalaþýðing rétti valkosturinn.

Tegundir texta

Textahöfundarnir okkar geta skrifað um allt milli himins og jarðar. Þeir eru þaulreyndir og sérfræðingar í sínu fagi, og þú óhrædd/ur við að hafa samband og segja okkur frá hugmyndinni þinni. Dæmi um texta sem við skrifum eru: Auglýsingar, fréttabréf, tilkynningar, vörulýsingar, samantektir, bloggtextar og margt fleira.

Hverjir eru textahöfundarnir okkar?

Textahöfundar á vegum Skjalaþýðingar eru menntaðir og margreyndir. Allir textahöfundar hafa móðurmálskunnáttu í því tungumáli sem þeir skrifa á og eiga þar að auki langan feril við textaskrif að baki.

Boðskapurinn

Hjá Skjalaþýðingu skiptir það okkur máli að þinn boðskapur komist til skila. Við byrjum öll verkefni á því að ákveða, í samráði við þig, hver boðskapur textans eigi að vera og hvaða hóps textinn eigi að ná til. Textahöfundurinn skrifar síðan textann með þessa hluti að leiðarljósi. Lokaafurðin er texti sem flæðir vel og grípur athygli þeirra sem lesa hann.

Þagnarskylda

Allir starfsmenn Skjalaþýðingar eru bundnir þagnaðarskyldu. Farið er með allar fyrirspurnir, samskipti og texta sem trúnaðarmál, og þú getur því treyst því að verkefnið þitt er í öruggum höndum.

Hafðu samband við okkur

Þú getur sent okkur fyrirspurn og fengið tilboð í textaskrif í gegnum heimasíðuna, eða með því að senda okkur tölvupóst á [email protected]. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Við bjóðum upp á löggiltar, tæknilegar og almennar þýðingar.

Við bjóðum upp á hagstæð verð

Við önnumst öll þín gögn í fullum trúnaði

Við póstsendum löggiltar þýðingar

Ferlið við löggilta þýðingu getur virst vera flókið svo hér að neðan er farið yfir það, skref fyrir skref.

Hver erum við?

Skjalaþýðing er þýðingastofa sem sérhæfir sig í löggiltum þýðingum, bæði fyrir einkaaðila og viðskiptavini úr atvinnulífinu. Skjalaþýðing á í samstarfi við marga þeirra löggiltu þýðenda sem hlotið hafa staðfestingu hjá sýslumanni, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.

Skjalaþýðing.is
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0450
Kennitala: 560123-1670